144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[19:36]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja á þeim stutta tíma sem ég hef. Hv. þingmaður fer villur vega þegar hann talar um að litlir aðilar eigi ekki möguleika í verslunum ÁTVR. Þeir komast á svokallaðan prufulista og ef eftirspurn sýnir sig er bætt við úrvalið. Þetta væri til dæmis mjög glöggt ef hv. þingmaður gerði sér ferð upp í Heiðrúnu, stóru verslunina uppi á hálsi, þá mundi þetta blasa við í sterku áfengi, öli og léttvíni. Þar er úrvalið nánast ævintýralegt. Það er miklu, miklu meira en í verslunum í sambærilega stórum bæjarfélögum eins og í Danmörku. Það hefur komið fram.

Ef litlir aðilar hafa tryggingu einhvers staðar fyrir því að koma vöru sinni á framfæri þá er það akkúrat undir því kerfi sem við höfum í dag. Hagar hlusta ekki á eitthvað svona. Þeir taka bara verðið, pína menn.