144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

opinber fjármál.

206. mál
[15:24]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Þá skil ég þetta líklega svipað og hv. þingmaður, þ.e. að Alþingi er ekki lengur í því að úthluta fjármagni í jafn afmörkuð verkefni og verið hefur. Það er því klárlega verið að færa mikið af fjárveitingavaldinu til ráðuneytanna. Það góða sem kemur á móti í frumvarpinu er þá að það skal gert eftir stefnumótun og það skal vera langtímastefnumótun í fjármálum, sem hefur annars verið alvarlega ábótavant.

Á sama tíma verður þá að tryggja að Alþingi hafi miklu víðtækara eftirlit með því að — af því að þeir færa til vald. Þegar Alþingi færir fjárveitingavald til framkvæmdarvaldsins þá gengur ekki að að það eftirlit sé ekki víðtækt og virkt.