144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

opinber fjármál.

206. mál
[15:46]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ef þetta stangast á við stjórnarskrá munum við píratar að sjálfsögðu ekki kjósa með því. Er hv. þingmaður með tillögur? Mun hann leggja fram breytingartillögu? Ef þær breytingar eiga sér ekki stað í meðferð nefndarinnar á málinu mun hv. þingmaður þá leggja fram breytingartillögu til þess að tryggja að frumvarpið stangist ekki á við stjórnarskrá?