144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

viðvera heilbrigðisráðherra í umræðu um sölu áfengis.

[16:29]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tek einnig undir með hv. þm. Ögmundi Jónassyni. Ég er mjög hissa á því að hæstv. forseti skuli setja málið á dagskrá eftir ítrekaðar beiðnir og óskir frá hv. þingmönnum um einmitt það að þegar þunginn í umræðunni fari fram verði hæstv. heilbrigðisráðherra viðstaddur.

Hæstv. heilbrigðisráðherra er ekki hér og enn eigum við að fara af stað með umræðu. Ég á eftir að halda mína fyrstu ræðu um málið og ég tel það eðlilega kröfu að hæstv. heilbrigðisráðherra verði hér í salnum og hlusti á það sem ég hef að segja og komi í andsvör við mig og ræði þessi mál út frá lýðheilsusjónarmiði enda er það stærsta sjónarmiðið sem horfa þarf á í þessu máli.