144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[17:57]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er ráðherraræði á Alþingi, eins fáránlegt og það hljómar. Ég er að velta fyrir mér fordæmunum í þessu. Ég hef séð hv. þm. Steingrím J. Sigfússon í rauninni þvinga forseta til að ljúka umræðu, ég man ekki um hvað hún var, hálftólf vegna þess að hann bað um að ráðherra kæmi í salinn. Hann vísaði í fordæmi — en þá var ráðherra flutningsmaður málsins.

Eru fordæmi, og hver þá, fyrir því að ráðherrar sitji yfir þingmannamálum sem varða þeirra málaflokk? Ef þau eru til mundi ég endilega vilja heyra þau. Það væri frábært og þá væri hægt að vísa í þau fordæmi og fá ráðherra til að sitja. Mér finnst mitt mál mikilvægt, öllum finnst sín mál mikilvæg og ef við getum fengið þá ráðherra til að sitja í þeim sem málin varða er það hið besta mál. En hver eru fordæmin?