144. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2014.

tillögur nýrrar stjórnarskrárnefndar.

[15:29]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég gef nefndinni þann tíma sem hún þarf í þetta en mér skilst að hún geri ráð fyrir að skila af sér tillögum í tæka tíð og þær verði tilbúnar eða komnar í það horf að við getum þess vegna sett þær beint í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vinna í þinginu á því ekki að þurfa að taka mjög langan tíma. Til að gera langa sögu stutta held ég að hv. þingmaður geti gert ráð fyrir því og sofið rólegur, eins og annar hv. þingmaður sem var fyrirspyrjandi hér áðan, varðandi framgöngu þessa máls.