144. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2014.

uppbygging Vestfjarðavegar.

113. mál
[15:46]
Horfa

Elín Hirst (S):

Herra forseti. Ég átti þess kost á dögunum að fara með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, eins og hv. þm. Róbert Marshall, um Vestfirði til að nefndin gæti kynnt sér ástand í vegamálum, atvinnumálum, fiskeldismálum o.fl. Í stuttu máli sagt brennur þetta mál, þ.e. vegurinn um Teigsskóg, á heimamönnum. Sveitarstjórnarmenn skilja ekki hvers konar stjórnsýsluflækjur er hægt að rata í með þetta mál. Ég trúi því ekki að Alþingi Íslendinga eða stjórnvöld á Íslandi geti ekki fundið leið til að ráða bót á þessu máli svo að heimamenn fái sínar samgöngubætur.

Ég minni á að á hverjum einasta degi á meðan skóli er í gangi þurfa sex börn að aka klukkutíma hvora leið í skóla yfir stórhættulegan hálendisveg. Er það ásættanlegt?