144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum.

72. mál
[16:54]
Horfa

Frsm. velfn. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf):

Frú forseti. Ég mæli hér fyrir nefndaráliti sem allir nefndarmenn hafa undirritað. Með þessu frumvarpi er verið að breyta lögum um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum í samræmi við innleiðingu á tilskipun 2009/38/EB, um breytingu og endurútgáfu á tilskipun 94/45/EBE.

Það var talið nauðsynlegt að færa löggjöf Evrópusambandsins um upplýsingamiðlun til starfsmanna og samráð milli landa til nútímahorfs með það að markmiði að tryggja virk réttindi starfsmanna til upplýsinga og samráðs milli landa.

Það er ekki við því að búast að efni frumvarpsins muni hafa áhrif hér á landi að svo stöddu en þetta gildir um fyrirtæki eða fyrirtækjasamstöður sem hafa a.m.k. þúsund starfsmenn í ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu.

Nefndin leggur til að þetta frumvarp verði samþykkt óbreytt.

Það má taka fram að ein umsögn um málið barst frá Samiðn, sem gerði ekki athugasemd við frumvarpið.