144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[20:20]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Auðvitað erum við hluti af samfélagi og auðvitað þurfa að vera leikreglur. En leikreglur eru ekki þannig að einokun eigi að gilda akkúrat um þessa vöru en ekki aðrar vörur. Höfum leikreglurnar þannig að ríkið reki bara allt. Af hverju er það ekki ágætisleikregla? Hvað segja þá neytendur í landinu? Ég horfi auðvitað á þessar vörur eins og allar aðrar út frá neytendum, ekki út frá þeim sem kunna ekki með vöruna að fara, alveg eins og með aðra matvöru eða t.d. sykur, ég miða ekki við þá sem borða of mikið. Ég miða auðvitað við sjálfan mig. Þeir sem eiga við vanda að stríða eiga aðra möguleika. Þeir þurfa að leita sér hjálpar. Við höfum forvarnir. Allt sömu leikreglurnar. Auðvitað eiga sömu leikreglur að gilda um alla, líka vörutegundir. Í því felst mín hugsun bak við þetta. Það eru sömu leikreglur fyrir alla.