144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[20:27]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé venjuleg vara sem er heimil fullorðnu fólki, eins og margar aðrar vörur sem eru einungis heimilar fullorðnu fólki. (Gripið fram í.) Ég væri alveg tilbúinn til umræðu um að auka frelsið enn frekar í þessu. Ég er þeirrar skoðunar, maður frelsisins, að einstaklingar, fullráða einstaklingar beri ábyrgð á sjálfum sér, að það þurfi ekki alltaf að gera mér lífið erfitt, af því þetta snýst um mig eins og hv. þingmaður sagði. Auðvitað geri ég mér alveg grein fyrir því að það er samfélagsleg ábyrgð í öllu og við erum hluti af samfélagi.

Menn verða að sannfæra mig um að þetta sé til bóta, að það muni breyta einhverju til batnaðar. Ég horfi á það í minni lífsreynslu að bjórinn sem kom var til batnaðar, hann breytti drykkjumenningu hér til batnaðar, en svo ætla menn að halda í þetta gamla kerfi endalaust. (Forseti hringir.) Ég hef enga trú á því.