144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[21:26]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vekur athygli á því að hæstv. heilbrigðisráðherra var viðstaddur umræðuna um hríð í dag og hafði reyndar verið viðstaddur umræðuna fyrr þegar hún fór fram. Það er auðvitað fullkomlega á valdi hvers ráðherra og hvers þingmanns að taka þátt í umræðunni. Frumvarpið, eins og forseti hefur kynnt, gengur nú til 2. umr. en atkvæðagreiðslu um hvert vísa skuli málinu er frestað. Fyrir liggja, eins og hv. þingmenn vita, tvær tillögur þar að lútandi.