144. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

240. mál
[15:41]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við göngum nú til atkvæða um breytingu á þeim lögum sem stjórnarmeirihlutinn stóð fyrir síðasta vor um niðurfellingu fasteignaveðlána og fólu í sér margháttaða mismunun.

Fólk í sambærilegri stöðu þarf að lúta ósambærilegum lausnum. Með þeirri breytingartillögu sem hér kemur til atkvæða er bætt úr í einu slíku tilviki, en eftir stendur að áfram eru mörg tilvik þess að fólk sem fékk lausnir í frjálsum samningum við banka, fékk skuldastöðu sína lækkaða, mun fá óskerta niðurfellingu meðan aðrir sem fóru í gegnum auglýstar lausnir, almennar lausnir sem öllum stóðu til boða, munu þurfa að þola skerðingu á sinni niðurfellingu.

Þeir sem fóru almennu leiðina, venjulega fólkið, verða skertir, en þeir sem gátu samið um sínar lausnir í samningum við bankana, (Forseti hringir.) voru inn undir, fengu sérlausnir, munu fá óskerta niðurfellingu. (Forseti hringir.) Óréttlætið í þessari aðgerð heldur enn áfram að aukast.