144. löggjafarþing — 24. fundur,  23. okt. 2014.

visthönnun vöru sem notar orku.

98. mál
[11:44]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Þorsteini Sæmundssyni fyrir góðar undirtektir um að taka málið aftur inn í nefndina og skoða þetta. Ég er sammála honum að þetta ætti einmitt ekki að vera almenn regla. Þarna er verið að tala um viðurlög við brotum á ákveðnum lögum og það er allt í lagi að ákveðinn refsirammi sé í því sem er í samræmi við tilefnið og lögin. Það getur vel verið að í öðrum lögum sé tilefni til þess að hafa strangari refsiramma, ég legg ekkert mat á það. En ég held að það eigi að vera alveg hægt að setja það skýrt bæði í greinargerð og nefndarálit að hér sé átt við þessi lög.

Ég fagna þessum jákvæðu undirtektum og vona að nefndinni gangi vel í störfum sínum að fjalla um málið.