144. löggjafarþing — 24. fundur,  23. okt. 2014.

visthönnun vöru sem notar orku.

98. mál
[12:02]
Horfa

Frsm. atvinnuvn. (Þorsteinn Sæmundsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég deili ekki þeirri skoðun með þingmanninum að það sé misjafnt hvernig embættismenn þekkja stjórnsýslulögin, því að þau eiga náttúrlega að vera öllum embættismönnum og starfsmönnum ríkisins heilög. Burt séð frá því þá vil ég árétta enn þá einu sinni að að sjálfsögðu munum við taka til greina þær vinsamlegu ábendingar sem hér hafa komið fram úr fleiri en einni átt um að fara yfir sektarákvæðin og kalla til þá sem nauðsynlegt er til að komast að réttri niðurstöðu, hver sem hún verður.