144. löggjafarþing — 25. fundur,  3. nóv. 2014.

eftirlit með lögreglu.

[15:29]
Horfa

forsætis- og dómsmálaráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég tel að slíkt innra eftirlit geti verið og sé að öllum líkindum æskilegt í lögreglu eins og víða annars staðar. Síðastliðið sumar hófst vinna við undirbúning slíks samkvæmt tillögu frá ríkissaksóknara, ef ég man rétt. Sú vinna er í gangi og mun vonandi skila sér í virku og öflugu innra eftirliti.