144. löggjafarþing — 25. fundur,  3. nóv. 2014.

eftirlit með lögreglu.

[15:30]
Horfa

forsætis- og dómsmálaráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Það er að sjálfsögðu best gert með því að stjórn slíks eftirlits heyri ekki undir sömu stjórn og lögreglan að öðru leyti. En rétt eins og í allri löggæslu og dómskerfinu þá þurfa þræðirnir að sjálfsögðu að liggja saman einhvers staðar og þeir hafa gert það í innanríkisráðuneytinu. En jafnvel þar hafa ákveðin svið, eins og saksókn, mjög mikið sjálfstæði. Ég geri ráð fyrir að embætti eða starfsmenn sem hefðu það hlutverk að hafa innra eftirlit í lögreglunni mundu njóta slíks sjálfstæðis líka.