144. löggjafarþing — 25. fundur,  3. nóv. 2014.

visthönnun vöru sem notar orku.

98. mál
[15:43]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég biðst velvirðingar á framhleypni minni áðan en málið er mikilvægt.

Við greiðum atkvæði um þá tillögu að frumvarp um visthönnun vöru sem notar orku gangi til atvinnuveganefndar milli 2. og 3. umr. Einkum tvö ákvæði hafa farið fyrir brjóstið á mönnum, þau eru í 13. gr. og 14. gr. þar sem lagt er til hámark dagsekta. Þetta verður tekið til athugunar í atvinnuveganefnd milli 2. og 3. umr. Ég er þess fullviss að farsæl lausn muni finnast á þessu mikilvæga máli.