144. löggjafarþing — 26. fundur,  3. nóv. 2014.

mótvægisaðgerðir vegna hugsanlegs gengisfalls íslensku krónunnar.

262. mál
[16:13]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fæ helst skilið það svo út frá þessari umræðu að algjört afnám hafta geti varla verið í spilunum. Ef ekki eru í gangi mótvægisaðgerðir og ríkisstjórnin vill ekki tengja sig við annan gjaldmiðil og ýmislegt svoleiðis, þá sýnist mér eins og ríkisstjórnin sé einhvern veginn að undirbúa það að við verðum áfram í höftum; ekki jafn þröngum og við erum í núna vegna þess að kannski getum við losað bankana — vonandi kemur eitthvað í ljós með þetta Landsbankabréf, ríkisstjórnin þarf að fara að svara því hvernig fara eigi með það. Að það verði þannig að við verðum hér aflokað þjóðfélag þar sem sum fyrirtæki eru á gjaldeyrismarkaði og sumar stéttir fá greitt samkeppnishæf laun. Svo verðum við svona rest hér láglaunasvæði með (Forseti hringir.) krónuna fyrir gjaldeyri.