144. löggjafarþing — 26. fundur,  3. nóv. 2014.

raforkuverð til garðyrkjubænda.

205. mál
[18:28]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Það er gjarnan sagt um okkur pólitíkusa að við getum aldrei talað og svarað þeim spurningum sem fyrir okkur er lagt heldur leggjum við gjarnan af stað í langferð með alls konar útskýringum og hæstv. ráðherra Ragnheiður Elín er þar ekki undanskilin, því miður.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún segist vera að funda með hagsmunaaðilum um þetta og hitt og að innan skamms komi svar við þessu og hinu, hvort heldur það er náttúrupassi eða fyrirspurnin hér um raforkuverð til garðyrkjubænda. Mig langar að spyrja: Hvenær á hún von á að það komi tillögur um þetta? Á hún von á því eftir viku eða á næsta ári eða eftir ár?