144. löggjafarþing — 27. fundur,  4. nóv. 2014.

tekjustofnar sveitarfélaga.

29. mál
[18:21]
Horfa

Flm. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég átta mig ekki alveg á seinni hluta spurningarinnar, hvort hv. þingmaður sé að spyrja hvort eitthvert sveitarfélag hafi látið reyna á lögmæti þessa lagaákvæðis fyrir dómstólum. Þá tel ég svo ekki vera, ekki svo að ég viti til. Ef þingmaðurinn var að spyrja um eitthvað annað þá kemur hann kannski bara upp aftur og spyr mig um það.

Nú man ég ekki fyrri spurninguna því að ég var svo mikið að svara seinni spurningunni, þingmaðurinn rifjar hana kannski upp fyrir mig í seinna andsvari.