144. löggjafarþing — 28. fundur,  5. nóv. 2014.

orð formanns umhverfis- og samgöngunefndar.

[15:47]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti hefur undir þessari umræðu reynt að gæta samræmis þegar hann hefur fundið að því þegar hann hefur talið að það væri farið út fyrir ákvæði þingskapanna og vill því af þessu gefna tilefni eingöngu lesa upp úr 68. gr. Hún hljóðar svo:

„Jafnan er heimilt að gera stutta athugasemd um atkvæðagreiðslu, um kosningu, um fundarstjórn forseta og til þess að bera af sér sakir.“

Forseti gerir engar athugasemdir við það að menn taki til máls undir dagskrárliðnum um fundarstjórn forseta, en það er ákaflega mikilvægt að við reynum að viðhalda þeirri reglu sem við höfum reynt að hafa í heiðri — þó að það sé rétt að stundum hafi verið vikið frá henni — og reynum þá að ræða það mál þannig efnislega.