144. löggjafarþing — 28. fundur,  5. nóv. 2014.

orð formanns umhverfis- og samgöngunefndar.

[15:49]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Virðulegi forseti. Áðan var sagt að það væru prívatskoðanir sumra stjórnmálamanna að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni og þess vegna vil ég koma hingað og árétta að ég held að töluvert stór hluti þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar. Ég tek undir með hv. þm. Jóni Gunnarssyni sem kallaði eftir því að þetta mál yrði tekið mjög fljótt á dagskrá. Það er fullkomlega eðlilegt að umhverfis- og samgöngunefnd og atvinnuveganefnd haldi þennan opna fund eins fljótt og auðið má verða vegna þess að í ljósi frétta úr Reykjavík í morgun eru það grafalvarleg tíðindi að meiri hlutinn (Forseti hringir.) í höfuðborg Íslendinga sé á góðri leið með að loka flugvellinum í Vatnsmýrinni.