144. löggjafarþing — 28. fundur,  5. nóv. 2014.

orð formanns umhverfis- og samgöngunefndar.

[15:50]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti áréttar — ég hef ekki talið hversu oft hann hefur áréttað fram að þessu — enn og aftur að hv. þingmenn virði tilmælin um að ræða þennan lið á grundvelli þingskapa. Í því sambandi vekur forseti athygli á því að ekki færri en þrjár beiðnir liggja fyrir um sérstakar umræður sem tengjast Reykjavíkurflugvelli, innanlandsflugi og tengdum hlutum.

Það er ætlun forseta að reyna að koma þeim umræðum, einni eða fleiri, á sem allra fyrst þegar færi gefst á því. Forseti vekur síðan athygli á þeim nefndafundum sem greint hefur verið frá að verði á morgun þar sem fjallað er um þessi mál þannig að ekki er hægt að segja annað en að hv. þingmenn muni fá tækifæri til að ræða þessi mál býsna vel út í hörgul.

Forseti vonast til að þessari umræðu um fundarstjórn forseta fari brátt að ljúka.