144. löggjafarþing — 29. fundur,  6. nóv. 2014.

fjárframlög til rannsókna kynferðisbrota.

[10:49]
Horfa

Eyrún Eyþórsdóttir (Vg):

Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir svarið. Mér finnst gott að málaflokkurinn fái aukna athygli. Ég tel hins vegar brýnt að hann fái ekki aðeins aukna athygli heldur meira fé. Þessi tímabundna fjárveiting kom vegna mikils fjölda mála árið 2012. Vissulega voru aðeins færri mál til rannsóknar 2013 en þeim hefur farið fjölgandi, ár frá ári. Þessi mál eru ljót. Þetta er ljótur blettur á samfélaginu okkar. Það er brýnt að lögreglan og ríkissaksóknari hafi næga fjármuni til að sporna gegn þessu og vinna málin fljótt.