144. löggjafarþing — 29. fundur,  6. nóv. 2014.

fjármagn til verkefna sem ákveðin eru með þingsályktunum.

[10:55]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Ég verð bara að meta það þegar að því kemur, ef tillaga kemur fram um slíkt, hvernig mér finnst rétt að taka á því. Mér finnst hv. þingmaður og hans flokkur hafa lagt margt ágætt til í umræðu um þessa málaflokka, tjáningarfrelsið, stafræna stjórnsýslu og samskipti. Ég held að við séum reyndar ekki sammála um allt sem viðkemur tjáningarfrelsinu og hversu langt eigi að ganga til að verja það, en við skulum bara sjá þegar fram koma mótaðar tillögur um fjárframlög í einhver tiltekin verkefni.

Ég verð að bíða eftir að sjá tillögurnar fyrst.