144. löggjafarþing — 29. fundur,  6. nóv. 2014.

hafnalög.

5. mál
[12:36]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er einn af þeim sem eru á nefndaráliti hv. umhverfis- og samgöngunefndar í þessu máli. Mig langar til að þakka hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur fyrir þessa ræðu hennar í málinu og spyrja hana um nákvæmlega það atriði sem hún gerði að umtalsefni, vegna þess að hún hefur þekkingu á því sviði verandi af Vestfjörðum þar sem mikill vöxtur er núna í fiskeldi. Hvaða skoðun hefur hún á því og hvernig sér hún fyrir sér að við munum leysa það mál sem umsagnaraðilar vöktu athygli á í umfjöllun nefndarinnar, þ.e. þegar kemur að aflagjaldinu og hvernig eigi að útfæra það, ekki endilega bara í sambandi við fiskeldisfyrirtækin heldur líka annars konar starfsemi sem getur t.d. verið kræklingur eða önnur skelfisksrækt? Hefur hún einhverjar hugmyndir í þeim efnum og sér hún fyrir sér hvernig hægt verði með áþreifanlegum hætti að leggja til breytingar og tillögur til þess að takast á við þetta?