144. löggjafarþing — 30. fundur,  11. nóv. 2014.

skuldaleiðréttingaraðgerðir.

[13:51]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Það er einkum tvennt sem hefur vakið athygli mína í dag. Það er annars vegar hversu ótrúlega margir hafa stigið fram í fjölmiðlum og gefið sig að tali við mig og lýst yfir gríðarlega mikilli ánægju með það sem við kynntum í gær og fólk gat kynnt sé í dag hvernig það hefði áhrif á hag þess. Hins vegar hversu ótrúlega miklar krókaleiðir menn eru tilbúnir að fara til að reyna að varpa rýrð á aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem hvað sem hver segir munu hafa mjög jákvæð efnahagsleg áhrif þegar á heildina er litið.

Tökum bara eitt einfalt dæmi, að skuldir heimilanna fari niður fyrir 100% af vergri landsframleiðslu, að mönnum sé virkilega sama um að skuldir heimilanna séu yfir 100% af landsframleiðslu, sem hefur aldrei verið áður í sögunni á Íslandi. Það er alvarlegt efnahagslegt merki sem við hljótum að taka alvarlega sama hvar í flokki við stöndum. Við erum að breyta (Forseti hringir.) þeirri staðreynd. Það er til vitnis um sterkari stöðu heimilanna (Forseti hringir.) að kaupmáttur fari vaxandi, skuldastaðan (Forseti hringir.) lækkandi, ráðstöfunartekjurnar vaxi.

Menn hljóta (Forseti hringir.) að sjá ljósið (Forseti hringir.) þegar þeir (Forseti hringir.) kynna sér (Forseti hringir.) heildaráhrif (Forseti hringir.) aðgerðanna.