144. löggjafarþing — 30. fundur,  11. nóv. 2014.

yfirskattanefnd o.fl.

363. mál
[17:39]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Margt virðist mjög gott þarna, það er verið að auðvelda almenningi og lögaðilum að sækja rétt sinn með því að gera það skýrt, eins og hæstv. ráðherra nefndi, að það er hægt að kæra ákvarðanir yfirskattanefndar til dómstóla og jafnframt að ekki þurfi að tæma kæruleiðir varðandi virðisaukaskattinn, það þarf ekki að fara til yfirskattanefndar áður.

Ákveðin verkefni eru færð frá ríkistollanefnd yfir í yfirskattanefnd og mögulega einhverjar aðrar breytingar sem ég hef ekki tekið eftir. Því spyr ég: Er á einhvern hátt verið að gera þetta ferli, kæruleiðir einstaklinga og almennt það að einstaklingar og lögðailar geti sótt rétt sinn fyrir dómstólum, er eitthvað þarna sem tefur það eða þvælist fyrir því að gera það auðvelt? Það er svo margt þarna sem vissulega gerir gott.