144. löggjafarþing — 31. fundur,  12. nóv. 2014.

mælendaskrá í umræðu um störf þingsins.

[15:07]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þetta er vanalega ekki vandamál en akkúrat á svona tímum þegar margir vilja komast að um mjög mikilvægt málefni þá skiptir það máli og það er þannig í dag. Þá er ekki jafnræðis gætt milli þingflokka, að allir fái að komast að í þeirri umræðu en það er klárlega andi þeirra reglna sem þingforseti stýrir eftir og forsætisnefnd hefur samþykkt. Mér heyrðist forseti segja að forsætisnefnd gæti tekið það til skoðunar hvort ekki sé hægt að tryggja það að forseti hafi heimild, eins og hæstv. forseti nefndi að hann hefði kannski ekki samkvæmt reglunum núna, til að breyta röðinni og hann fái þá heimild til að tryggja að allir þingflokkar fái að komast að undir þessum lið.