144. löggjafarþing — 32. fundur,  13. nóv. 2014.

fjarvera forsætisráðherra í umræðu um skuldaleiðréttingu.

[10:36]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti getur eingöngu endurtekið það sem hann sagði hér í gær og sagði lauslega í morgun líka að hæstv. forsætisráðherra þurfti að vera á fundi sem ekki lá fyrir og ekki var fyrirsjáanlegt í upphafi þessarar umræðu.

Hvað varðar fund í dag þá er það þannig að hæstv. forsætisráðherra verður viðstaddur umræðuna á eftir sem hefst klukkan 14.30. Vill forseti hvetja hv. þingmenn til að við getum hafið dagskrá við óundirbúinn fyrirspurnatíma.