144. löggjafarþing — 32. fundur,  13. nóv. 2014.

fjarvera forsætisráðherra í umræðu um skuldaleiðréttingu.

[10:38]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég vil ekki tefja þetta mikið, við höfum stuttan tíma hér til að ræða þennan annars ágæta og mikilvæga lið. Mig langaði bara til að lýsa svolítið tilfinningunni sem ég fékk í gær þegar virðulegur forseti tilkynnti að hann mundi fresta þingfundi til kl. 18 og þá mundi nú hæstv. forsætisráðherra aldeilis koma hingað og tala við mann. Maður hugsaði með sér: Í alvöru?

Nei, sennilega ekki.

Maður er vanur þessu, það er ekki bara þetta eina dæmi, þetta er viðvarandi hegðun hjá hæstv. forsætisráðherra.