144. löggjafarþing — 32. fundur,  13. nóv. 2014.

fjárframlög til háskóla.

[11:03]
Horfa

Eyrún Eyþórsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þetta svar. Ég vil bara fylgja svarinu aðeins eftir með því að spyrja hæstv. menntamálaráðherra að því hver stefna hans og framtíðarsýn sé varðandi Háskóla Íslands þegar ljóst er að fjármagn vantar til að halda þar uppi virku vísindasamfélagi. Í hvítbók ráðherrans er ekkert að finna um slíka framtíðarsýn.

Reynslan eftir efnahagshrunið hefur meðal annars sýnt fram á að fjöldi og gæði vísindagreina læknadeildar hafa dalað. Telur hæstv. menntamálaráðherra það líðandi að Háskóli Íslands, sem skipar sér í röð 300 bestu háskóla heims, slaki á kröfum um vísindalega virkni?