144. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2014.

hækkun virðisaukaskatts á matvæli.

[15:27]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vísa í facebook-færslu og opinbera yfirlýsingu frá hv. þm. Frosta Sigurjónssyni.

Frosti setti pistilinn á facebook-síðu sína þar sem hann gerir frekari grein fyrir afstöðu sinni. Þar segist hann frá upphafi hafa sett þann fyrirvara við hækkun matarskatts að mótvægisaðgerðir yrðu að duga til að heimilin verði í betri stöðu á eftir. Hann segir að þótt mótvægisaðgerðirnar skili heimilunum meiri heildartekjum en sem nemur hækkun matarskatts þá séu einhverjir hópar sem lendi í hækkun á mat en njóti ekki þeirra liða sem lækka. Bregðast þurfi við því, segir hann. Hann nefnir sem dæmi hugmynd um að færa lyfseðilsskyld lyf úr efra þrepi í það neðra en það mundi að hans sögn gagnast öldruðum, öryrkjum og sjúklingum. Fjármagna megi það með því að færa sælgæti og gos í efra þrep, sem enginn þurfi nauðsynlega á að halda.

Mig langar að spyrja hæstv. forsætisráðherra: Hvernig á þá að koma til móts við til dæmis leigjendur og námsmenn?