144. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2014.

innflutningur á grænlensku kjöti.

200. mál
[16:42]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda Össuri Skarphéðinssyni fyrir að taka málið upp. Ég skil hæstv. ráðherra þannig, þó að svarið hafi verið býsna tæknilegt, að engin áhætta sé þessu samfara úr því að einstaklingum er leyft að flytja inn 10 kíló frá Grænlandi óskoðuð og ótolluð. Þá hlýtur að vera fullkomlega í lagi að stunda viðskipti með vöruna líka. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort þá sé ekki fyllilega ástæðulaust fyrir okkur að tolla þessa vöru frá frændum okkar Grænlendingum, hvort við viljum ekki styrkja viðskiptatengslin og greiða fyrir þeim með því að falla frá tollum. Hefur farið fram einhvers konar hættumat að þessu leyti?

Vegna þess að þetta eru oft reglugerðarákvarðanir spyr ég sömuleiðis hæstv. ráðherra, fyrst ég hef tækifæri til, hvort hann hafi gert breytingar hvað varðar — ég sé að tími minn er útrunninn þannig að ég verð að fá að koma þeirri spurningu að við síðara tækifæri.