144. löggjafarþing — 35. fundur,  19. nóv. 2014.

hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda.

16. mál
[15:40]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég fagna því að sjálfsögðu að við séum komin með málið svona langt áleiðis.

Ég vildi vekja athygli á umræðum sem voru í þingsal í gær þegar við fjölluðum um málið þar sem kom fram að nauðsynlegt er að þingsályktunartillögunni um jafnt aðgengi að internetinu verði vísað í stýrihóp þegar hún verður til lykta leidd. Fjalla þarf um hvernig hægt er að tryggja jafnt aðgengi allra landsmanna að netinu. Það skiptir verulega miklu máli í tengslum við framþróun í þessum málaflokki.

Hv. þm. Kristjáni Möller varð tíðrætt um hversu bagalegt það er hve mikið ójafnræði er þegar kemur að tengingu á landsvísu.