144. löggjafarþing — 35. fundur,  19. nóv. 2014.

Seðlabanki Íslands.

390. mál
[16:37]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Engu að síður stendur í greinargerð frumvarpsins að þriðja meginbreytingin geri ráð fyrir að ríkissjóður skuldbindi sig, á grundvelli heimildar í fjárlögum, til að leggja Seðlabankanum til eigið fé. Ég hef skilið þetta þannig að þetta væri fyrirliggjandi skuldbinding sem yrði að byggja á heimild í fjárlögum. Það hlýtur eiginlega að vera, vegna þess að Seðlabankinn telur þessa skuldbindingu með í vissum skilningi eða sýnir hana í efnahagsreikningi sínum sem hluta af eigin fé sínu á tiltekinn hátt en heldur henni svo líka fyrir utan sem og auðvitað óinnleystum bókfærðum hagnaði o.s.frv. Þetta er einhvern veginn svona.

Þess vegna verð ég að endurtaka spurninguna: Á þá að taka inn heimild í fjárlög fyrir árið 2015 þar sem ríkissjóður skuldbindur sig til að leggja Seðlabankanum til allt að 52 milljarða kr.? Hvernig verður það gert? Það verður væntanlega ekki gjaldfært því þá fer nú öðruvísi um afkomuna (Forseti hringir.) á næsta ári, en það verður örugglega sýnt og meðhöndlað (Forseti hringir.) eins og einhver slík skuldbinding.