144. löggjafarþing — 35. fundur,  19. nóv. 2014.

Seðlabanki Íslands.

390. mál
[16:43]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir hans svör og viðbrögð við þessu. Ég held að þessi bókhaldsregla, að færa seðla til skuldar, eigi rót sína að rekja til tímans fyrir 1971 þegar seðlar voru virkilega ávísun á að menn fengju einhvers konar eðalmálma í staðinn gegn framvísun seðla í seðlabönkum heimsins. Það var allt lagt af 1971, endanlega. En það hefur ekki orðið nein breyting á bókhaldsvenjum í seðlabönkum.

Ég, komandi úr hugbúnaðargeiranum, sé ekki annað en að peningar séu hugbúnaður. Þegar ég sel hugbúnað og mundi færa hann til skuldar yrði ég settur í fangelsi fyrir tilraun til skattsvika, fyrir að hafa vanmetið hagnað fyrirtækisins stórkostlega. Er ekki kominn tími til að við færum bókhald Seðlabankans upp á það plan nútímans að skilja hvað peningar eru í raun og veru?

Þá getum við líka forðast það að týna ávinningnum, sem heitir myntsláttuhagnaður, sem við höfum gert. Frá hruni hafa verið búnir til 30 milljarðar í seðlum og þeir hafa allir verið greiddir í vexti inn í bankakerfið í staðinn fyrir (Forseti hringir.) í arð inn í ríkissjóð. Hvað finnst hv. þingmanni um þetta?