144. löggjafarþing — 36. fundur,  20. nóv. 2014.

útboð á verkefnum ríkisstarfsmanna.

[10:55]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Já, ég get tekið undir að það er lágmarkskrafa að lögvarin og samningsbundin réttindi fólks séu virt, algjörlega óháð því hvort starfsmenn starfa hjá ríkinu beint eða sinna störfum hjá ríkinu fyrir hönd þeirra sem hafa tekið það að sér í verktöku. Það er alveg skýrt. Að sjálfsögðu eigum við að taka alvarlega ábendingum um að brotinn sé réttur á þeim sem sinna verkum fyrir ríkið, jafnvel þótt þar komi fram milliliðir sem verktakar fyrir hönd starfsfólksins. Í þessu stóra samhengi hlutanna, þ.e. í umræðunni um útboð, lít ég þannig á að það sé óaðskiljanlegur hluti útboðsskilmála að menn (Forseti hringir.) uppfylli lög og reglur.