144. löggjafarþing — 36. fundur,  20. nóv. 2014.

fjarvinnsluverkefni fyrir skjalasöfn.

[11:05]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Það er á mörkum þess að ég geti gefið efnislegt svar við nákvæmlega þessari spurningu, hún er það almennt orðuð, en snýr þó um leið að mjög ákveðnum atriðum á hverjum stað fyrir sig. Ég mundi því kannski beina því til hv. þingmanns ef má, virðulegi forseti, að koma með skriflega fyrirspurn um málið. Þá væri hægt að fara yfir það eftir einstaka landsvæðum eða stöðum. Það er sjálfsagt mál.

En það er hárrétt sem hv. þingmaður nefnir og ég get tekið undir að þarna er oft og tíðum um að ræða mjög mikilvæga starfsemi sem sjálfsagt er að hlúa að en þó um leið gæta þess að við náum fram allri hagkvæmni í ríkisrekstri eins og þörf er á. Nýverið er búið að samþykkja ný lög um Þjóðskjalasafn. Þar er einmitt kveðið á um samstarf þess höfuðsafns við einstaka héraðsskjalasöfn. Ég vil halda því fram að með því að það frumvarp varð að lögum sé búið að búa til nokkuð góðan ramma utan um þessa starfsemi hér á landi. Því verkefni er þó auðvitað hvergi nærri lokið og verður áfram í þróun.

Virðulegi forseti. Ég treysti mér ekki til að fara ofan í einstaka þætti sem hv. þingmaður nefnir í fyrirspurn sinni, en bendi á þá leið að það má vel senda til okkar skriflega fyrirspurn og þá er hægt að fara nánar ofan í þetta.