144. löggjafarþing — 36. fundur,  20. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[11:49]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa ábendingu. Ég get alveg tekið undir það að það má alltaf bæta vinnubrögðin. En þessar tvær stofnanir, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Hólaskóli, báðir þessir skólar, hafa verið mjög til umræðu í nefndinni vegna rekstrarvanda.

Það hefði kannski mátt kynna þessar tillögur fyrr fyrir minni hlutanum en þetta var ákvörðun sem meiri hluti nefndarinnar tók. Til dæmis með Hóla; það er skóli sem byggir kennslu sína á ræktun og tamningu o.s.frv. Þetta hefur leitt til þess að skólinn þurfti að bregðast við með fóðurkaupum og endurræktun túna sem dæmi.

Við vissum af vandanum og kannski á þetta ekki að þurfa að koma minni hlutanum mikið á óvart en þetta varð lokaniðurstaðan hjá meiri hluta fjárlaganefndar. Við leggjum þetta til og óskum eftir stuðningi við þessa tillögu.