144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

afgreiðsla rammaáætlunar úr atvinnuveganefnd.

[11:57]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Svandísar Svavarsdóttur og fer fram á það að þingflokksformenn fái að setjast niður með hæstv. forseta og fara yfir málið. Þarna var stór hápólitísk tillaga sett á dagskrá utan dagskrár, hún var ekki á prentaðri dagskrá. Fulltrúarnir höfðu ekki tíma eða tækifæri til að undirbúa sig fyrir umræðurnar á fundinum og auk þess var hún sett fram munnlega, engum gögnum var dreift. Vafi leikur á því að þarna sé í raun um lögmæta tillögu að ræða, hún sé í rauninni tæk, þetta megi gera. Ég bið hæstv. forseta að auglýsa fund, kalla okkur þingflokksformenn saman, ræða þetta og fara yfir þetta mál með okkur.