144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

beiðni um fund með þingflokksformönnum.

[13:05]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti getur ekki tímasett þennan fund. Nú fer fram umræða um fundarstjórn forseta. Hér á eftir að fara fram atkvæðagreiðsla sem forseti hefur auðvitað ekki neina hugmynd um hversu langan tíma tekur. Síðan er ætlunin að hafa hér hálftíma hlé til annarra funda og að því búnu sagðist forseti ætla að fara að kynna sér þessi mál.

Forseti telur þess vegna að hann sé búinn að svara þessu máli eins vel og skýrt og hægt er við þær aðstæður sem eru hér uppi og biður hv. þingmenn að reyna að fara að virða það.