144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[13:29]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Á tekjuhlið fjáraukalagafrumvarpsins sem við erum að fara að greiða atkvæði um munar mestu um tvo liði sem eru óreglulegir. Það er 19,5 milljarða arðgreiðsla frá viðskiptabönkum og Seðlabankanum og síðan er það 21 milljarðs tekjufærsla vegna þess að það á að breyta eiginfjárviðmiði Seðlabankans. Breyta þarf lögum um Seðlabankann til að það geti átt sér stað og það frumvarp er í efnahags- og viðskiptanefnd. Við höfum ekki fengið að sjá nefndarálit frá þeirri nefnd um frumvarpið en samt sem áður á að greiða atkvæði um tillögurnar sem byggja á því að frumvarpið verði samþykkt. Það vil ég gagnrýna.

Varðandi tilgang fjáraukalaga eru mjög margir liðir í þessum tillögum frá stjórnarliðum algerlega fyrirséðir. Skýrasta dæmið eru fjármunir sem veita á í ferðamannastaði en við vissum mjög vel í desember 2013 að þar þyrfti aukinn pening.