144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[13:41]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði. Hér er lækkun miðað við ályktanir og samþykktir í vor upp á 2 milljarða. Við í Bjartri framtíð höfum sýnt því skilning að nauðsynlegt sé að útbúa veiðigjöld á gagnsæjan hátt og miða við gögn fyrri tíma og að því þurfum við að sjálfsögðu að vinna áfram. En það er vel hægt að leggja á veiðigjöld, útfæra sanngjarnt veiðigjald og halda tekjunum áfram uppi.