144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[13:48]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Kristjáni L. Möller varðandi þetta framlag. Það lá fyrir að þetta átti ekki að vera tímabundin aðgerð heldur er þetta vegna rannsóknamissira. Þetta er háskóli sem hefur staðið sig afskaplega vel á niðurskurðartímabili og hefur kannski ekki fengið að njóta þess.

Í tillögum sem liggja fyrir núna, í breytingartillögu við 2. umr. fjáraukalaga, er ekki að sjá að þessu sé fundinn staður sem varanlegu framlagi. Þar sem meiri hlutinn á eftir að kynna sínar tillögur hvet ég hann til að hafa það inni af því að framlagið sem Háskólinn á Akureyri fær er í engu samræmi við úthlutanir sem þar eru lagðar til.

Það er gott að framlagið er komið inn og misskilningurinn leiðréttur en það þarf að hafa þetta áfram inni sem fast framlag. Ég vona að stjórnarmeirihlutinn sjái að sér í því.