144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[13:59]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég vil lýsa yfir sérstakri ánægju með að við skulum sjá hér hækkun til framhaldsskóla landsins. Það hefur svo sannarlega ekki verið vanþörf á því að bæta inn fjármagni þar. Það þarf að huga vel að því skólastigi því að það skiptir miklu máli fyrir framtíð okkar lands að við hlúum vel að því unga fólki sem er að stíga sín skref inn í háskólanám í framhaldi af framhaldsskóla.

Ég vil líka lýsa yfir sérstakri ánægju með að baráttumál mitt fyrir því að gólf verði ekki tekið undan litlu framhaldsskólunum að svo stöddu meðan við göngum í gegnum ákveðið breytingarferli — að það skuli vera hér inni 35 milljónir til að styðja við það.