144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:23]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Hér er tillaga sem lýtur að því að ríkisstjórnin ákvað flýtingu á aðgerðum vegna niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðisskuldum heimila. Þetta er gert til að flýta framkvæmd hinna glannalegu kosningaloforða Framsóknarflokksins, sem einhver kallaði svo, og til þess að flýta því að uppfylla móður allra kosningaloforða.

Það er því með miklu stolti sem ég tek þátt í því að styðja þessa tillögu en með þessari flýtingu í greiðsluflæðinu sparast umtalsverður fjármagnskostnaður sem ella hefði verið greiddur lánastofnunum en kemur nú til frekari niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðisskuldum heimila.

Þetta er ástæða þess að von hefur nú kviknað á mörgum heimilum í landinu (Gripið fram í.) og er það vel. Og njóttu heill, hv. þingmaður.