144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:26]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er verið að taka 16 milljarða, gera breytingar á fjáraukalögum sem eiga alls ekki að vera fyrir ný verkefni og aðeins eiga að taka á ófyrirséðum málum eins og hér hefur komið fram. Þessi flýting á að vera til að spara vexti og hún mun sannarlega gera það. En hún mun líka auka kostnað og við fengum að vita það í gær í tillögum ríkisstjórnarinnar að þessi aðgerð, að setja 16 milljarða inn á árinu 2014 og flýta þessu öllu saman, verður til þess að hærri kostnaður lendir á Íbúðalánasjóði upp á 2,4 milljarða á árinu 2015. Þar fer rúmlega fjórðungur af því svigrúmi sem hægt hefði verið að nota til að bæta velferðina í landinu, af því svigrúmi sem er til fyrir árið 2015. Þar eru rúmir 8 milljarðar sem nota má til annarra verkefna, 2,4 af þeim fara vegna þessarar aðgerðar.