144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:37]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þetta er nú skemmtiatriði um náttúrupassann sem er verið að greiða atkvæði um hérna, ef ég skil það rétt. Hann er víst ekki á leiðinni. Mig langar sérstaklega að minnast orða hæstv. ráðherra þegar hún var spurð um þetta. Hún sagði að þetta hefði verið einróma samþykkt í ríkisstjórninni og væri svo mikill meiri hluti á þingi fyrir þessu, þannig að þetta væri bara í góðu lagi. Það er viðhorfið til fjáraukalaganna og viðhorf þessarar ágætu ríkisstjórnar, eða hitt þó heldur, til Alþingis og fjárveitingavaldsins.