144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:41]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil bara vekja athygli á því að í þessum lið er ekki gert ráð fyrir 1,1 milljarði sem er kostnaður vegna samnings við sérgreinalækna. Gert var ráð fyrir því, þegar sá samningur var gerður og tók gildi 1. janúar 2014, að hann skyldi greiddur með komugjöldum. Það á sennilega að láta það niður falla í lokafjárlögum 2014, ég veit það ekki, alla vega er ekki beðið um aukafjárveitingu hér. En gera á ráð fyrir því að þessi kostnaður lendi á sjúklingum á árinu 2015 og það hefur skýrt komið fram bæði í máli ráðherra og í fjáraukalagatextanum.

Þessi hæstv. ríkisstjórn hefur þá aukið greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðiskerfinu um 611 milljónir á árinu 2014 og bætir við rúmum milljarði á árinu 2015.

(Forseti (EKG): Forseti hyggur að hv. þingmaður eigi eftir að greiða atkvæði.)